Týnt tæki fundið
Ef þú ert með Google™ reikning getur my Xperia netþjónustuna hjálpað þér að finna og
tryggja tækið ef þú glatar því. Þú getur:
•
Staðsett tækið þitt á korti.
•
Látið áminningartón hljóma jafnvel þó á tækið sé í hljóðlausri stillingu.
•
Fjarlæst tækinu og birt tengiliðaupplýsingar á skjánum fyrir þann sem finnur tækið.
•
Þegar allt annað hefur verið reynt geturðu eytt öllu úr innri og ytri minnisgeymslu tækisins.
My Xperia þjónustan er ekki í boði í öllum löndum/svæðum.
Kveikt á my Xperia þjónustunni
1
Á Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á
Stillingar > Öryggi > Vernd með my Xperia > Virkja.
3
Merktu við gátreitinn og pikkaðu svo á
Samþykkja.
4
Ef þú ert beðin(n) um það skaltu skrá þig inn á Sony Entertainment Network
reikninginn eða stofna nýjan ef þú átt ekki reikning fyrir.
5
Gerðu staðsetningarþjónustur virkar í tækinu ef þær eru það ekki fyrir.
Til að staðfesta að my Xperia þjónustan finni tækið ferðu á
myxperia.sonymobile.com
og skráir
þig inn með Google™ eða Sony Entertainment Network reikningi sem er uppsettur í tækinu.
Ef um er að ræða tæki með fleiri en einn notanda getur bara eigandinn notað my Xperia
þjónustuna.
Finndu misst tæki með Android™ Device Manager
Google™ býður upp á staðsetningar- og öryggsvefþjónustu sem kallast Android™
Device Manager. Þú getur notað það samhliða eða sem val við my Xperia þjónustuna. Ef
þú tínir tækinu getur þú notað Android™ Device Manager til að:
•
Finna og sýna hvar tækið er staðsett.
•
Hringja eða læsa tækinu, eyða öllu á því eða bæta símanúmeri við lásskjáinn.
Frekari upplýsingar um Android™ Device Manager er að finna á
www.support.google.com
.
Android™ Device Manager virkar ekki ef slökkt er á tækinu eða ef það er ekki tengt við
Internetið. Hugsanlegt er að Android™ Device Manager þjónustan er ekki í boði í öllum löndum
eða svæðum.
19
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.
Android™ tækjastjórnun virkjuð
1
Gakktu úr skugga um að þú sért skráð(ur) inn sem eigandi ef þú ert að nota tæki
með mörgum notendum.
2
Gakktu úr skugga um að þú sért með virka gagnatengingu og að
staðsetningarþjónusta sé virkjuð.
3
Á Heimaskjár pikkarðu á .
4
Finndu og pikkaðu á
Stillingar > Google > Öryggi.
5
Dragðu sleðana við hliðina á
Finna þetta tæki úr fjarlægð og Leyfa læsingu og
eyðingu úr fjarlægð til að kveikja.
6
Ef beðið er um það, samþykktu ákvæðin og skilmálana með því að pikka á
Virkja.
7
Til að staðfesta að Android™ tækjastjórnun geti staðsett tækið þitt eftir að þú
virkjar þjónustuna, farðu á
www.android.com/devicemanager
og skráðu þig inn
með því að nota Google™ reikninginn þinn.
20
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.