Sony Xperia Z2 - Rafhlöðu- og orkustjórnun

background image

Rafhlöðu- og orkustjórnun

Tækið þitt er með fasta rafhlöðu. Rafhlöðunotkunin er mismunandi eftir því hvaða

eiginleikar eru notaðir. Til að láta rafhlöðuna endast lengur skaltu hafa eftirfarandi í huga:

35

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Hafðu yfirsýn yfir rafhlöðunotkunina.

Farðu eftir almennum leiðbeiningum um notkun til að auka endingu rafhlöðunnar.

Notaðu orkusparnaðarstillingu.
Notaðu STAMINA-stillingu og orkusparnaðareiginleika Android til að tækið dragi sem

mest úr rafhlöðunotkun sinni. Orkusparnaðareiginleikar Android keyra í bakgrunni og þú

getur kveikt eða slökkt á STAMINA-stillingunni eða Ultra STAMINA-stillingunni.
Orkusparnaðareiginleikarnir takmarka gögn í bakgrunni til að spara orku þannig að ef þú

vilt ekki að þeir hafi áhrif á eitthvert forrit geturðu gert undantekningu um það í valmynd

rafhlöðunnar.

Við kerfisuppfærslur geta tiltækar orkusparnaðarstillingar breyst á tækinu þínu.

Rafhlöðunotkun, áætlaður rafhlöðutími og hollráð fyrir orkusparnað skoðuð

1

Á

Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Rafhlaða. Yfirlit birtist sem sýnir rafhlöðuprósentu

og áætlaðan rafhlöðutíma.

3

Pikkaðu á

SÝNA RAFHLÖÐUNOTKUN til að skoða lista eiginleika og þjónustu

sem hafa notað rafhlöðuna síðan hún var síðast hlaðin. Pikkaðu á atriði til að fá

upplýsingar um hvernig draga má úr rafhlöðunotkun þess.

Þú getur grunnstillt og gert orkusparnaðarstillingar virkar og óvirkar í

Stillingar > Rafhlaða.

Rafhlöðunotkun forrita skoðuð

1

Á

Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Forrit.

3

Veldu forrit og skoðaðu rafhlöðunotkun þess undir

Rafhlöðunotkun.

Almennar ábendingar um notkun til að bæta afköst rafhlöðunnar

Hægt er að nota eftirfarandi aðferðir til að bæta afköst rafhlöðunnar:

Minnkaðu birtustig skjásins, sjá

Skjástillingar

á bls. 54.

Slökktu á Bluetooth®, Wi-Fi og staðsetningarþjónustu þegar þú þarft ekki þessa

eiginleika.

Slökktu á tækinu eða notaðu flugstillingu ef þú ert utan þjónustusvæðis eða

sambandið er lélegt. Annars leitar tækið sífellt að símkerfi, sem eyðir orku.

Breyttu stillingum samstillingar fyrir tölvupóst, dagbók og tengiliði, sjá

Samstilling

við netreikninga

á bls. 61.

Athugaðu hvaða forrit nota mikla rafhlöðuorku og skoðaðu ábendingar um

rafhlöðusparnað í tækinu í tengslum við þessi forrit.

Breyttu tilkynningatíðni forrits, sjá

Tilkynningar

á bls. 29.

Slökktu á heimild forrits til að deila staðsetningu, sjá

Stillingar forrita

á bls. 55.

Fjarlægðu forrit sem þú notar ekki, sjá

Forritaskjár

á bls. 25.

Hlustaðu á tónlist í handfrjálsu tæki frá Sony. Handfrjáls búnaður krefst minni

rafhlöðuorku en hátalarar tækisins.

Endurræstu tækið annað veifið.

Fínstilling rafhlöðu

Fínstilling rafhlöðu er öflug og þægileg innbyggð stilling sem bætir endingu rafhlöðunnar

verulega með því að draga úr rafhlöðunotkun þegar þú ert ekki að nota tækið eða tiltekin

forrit.
Þetta er gert með því að slökkva á netvirkni sem gengur hratt á rafhlöðuna, eins og

staðsetningarþjónustu, samræmingu og Wi-Fi-skönnun í bakgrunni þegar þú hefur ekki

notað tækið í langan tíma.
Þetta hefur engin áhrif á símtöl og SMS-skilaboð.
Ekki er hægt að gera fínstillingu rafhlöðu óvirka en hægt er að gera forrit undanþegin því

að vera fínstillt.

36

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Tiltekin forrit undanþegin hámörkun á rafhlöðu

1

Á

Heimaskjár pikkaðu á .

2

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Rafhlaða.

3

Pikkaðu á og veldu

Rafhlöðusparnaður. Þú munt sjá lista yfir forrit sem eru ekki

hámörkuð.

4

Til að bæta við eða fjarlægja forrit af listanum pikkarðu á

Forrit og velur eða afvelur

forrit úr listanum til að breyta hámörkunum þess.

5

Listinn yfir forrit sem eru ekki hámörkuð verður uppfærður í samræmi við stillingar

þínar.

Ekki er hægt að undanskilja forrit frá því að vera hámörkuð með Ultra STAMINA-stillingum.

Þú getur einnig grunnstillt

Rafhlöðusparnaður í Forrit valmyndinni með því að pikka á .

Orkusparnaðarstillingar

Nokkrar orkusparnaðarstillingar eru í boði ef þú vilt að rafhlaðan endist lengur:

STAMINA-

stilling

Mismunandi eiginleikar verða takmarkaðir eða slökkt á þeim, allt eftir STAMINA-stigi, til þess

að draga úr rafhlöðunotkun. Meðal þeirra eru vinnsla myndþýðingar, hreyfimyndir og birtustig

skjás, myndbreytingar, gagnasamstilling forrita í bakgrunni, titringur (nema fyrir móttekin

símtöl), straumspilun og GPS (þegar slökkt er á skjánum). birtist á stöðustikunni.

Ultra

STAMINA

stilling

Auk eiginleikanna sem eru takmarkaðir í STAMINA-stillingu slekkur Ultra STAMINA-stilling á

gagnatengingu og Wi-Fi. Úrval forrita er takmarkað og slökkt er á græjum (nema klukku).

Símtöl og SMS eru áfram í boði. Heimaskjárinn breytist í sérstakan heimaskjá Ultra

STAMINA-stillingar og slökkt er á öðrum gluggum.

birtist í stöðustikunni.

STAMINA-stilling gerð virk eða óvirk

1

Á

Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Rafhlaða.

3

Pikkaðu á

STAMINA-stilling og veldu valkostinn sem þú vilt.

birtist í stöðustikunni þegar

STAMINA-stilling er virk.

Þú getur stillt prósentu sjálfvirkrar ræsingar eins og þér hentar og komið í veg fyrir að

STAMINA-stillingin fínstilli forrit.

Kveikt á Ultra STAMINA-stillingu

1

Á

Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Rafhlaða.

3

Pikkaðu á

Ultra STAMINA stilling og svo á Virkja.

4

Staðfestu til að virkja.
Í stað heimaskjásins kemur heimaskjár Ultra STAMINA-stillingar og birtist í

stöðustikunni þegar

Ultra STAMINA stilling er virk. Ekki er hægt að undanskilja forrit frá

fínstillingu Ultra STAMINA-stillingar.

Slökkt á Ultra STAMINA-stillingu

1

Dragðu stöðustikuna niður til að opna tilkynningasvæðið.

2

Pikkaðu á

Deactivate Ultra STAMINA mode.

3

Pikkaðu á

OK.

Ef slökkt er á Ultra STAMINA-stillingunni verður tækið endurræst.