Sony Xperia Z2 - Aukabúnaði og stillingum stjórnað með Smart Connect™‎

background image

Aukabúnaði og stillingum stjórnað með Smart Connect™

Notaðu Smart Connect™ forritið til að stilla hvað gerist í tækinu þínu þegar þú tengir eða

aftengir aukabúnað. Þú getur t.d. látið tækið opna FM-útvarpið í hvert sinn sem höfuðtól

eru tengd.
Þú getur líka stillt Smart Connect™ á að lesa upphátt textaskilaboð sem berast. Einnig

geturðu notað forritið ræsa tiltekna aðgerð eða hóp aðgerða á ákveðnum tíma dags. Ef

þú tengir t.d. höfuðtól á milli kl. 7.00 og 9.00 geturðu ákveðið að:

FM-útvarpsforritið ræsist.

Eftirlætis samfélagsforritið þitt opnast, t.d. Facebook.

Hljóðstyrkur hringingar stillist á titring.
Með Smart Connect™ getur þú einnig stjórnað aukabúnaði eins og Xperia™ SmartTags

eða Sony SmartWatch úri. Frekari upplýsingar má nálgast í leiðarvísi viðkomandi

aukabúnaðar.

Ef þú notar tæki með mörgum notendum verður þú að skrá þig inn sem eigandi, það er,

aðalnotandi, til að nota Smart Connect™ forritið.

1

Pikkaðu til að birta tiltækan aukabúnað

2

Bættu við aukabúnaði eða viðburði

3

Skoða valkosti valmyndar

4

Pikkaðu til að birta alla viðburði

5

Pikkaðu til að ræsa viðburð

6

Pikkaðu til að skoða upplýsingar um viðburð

127

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Smart Connect™ viðburður stofnaður

1

Á Heimaskjár skaltu pikka á og finna og pikka á .

2

Ef þú ert að opna Smart Connect™ í fyrsta skipti skaltu pikka á

Í lagi til að loka

kynningarskjámyndinni.

3

Á flipanum

Viðburðir pikkarðu á .

4

Ef þú ert að búa til viðburð í fyrsta sinn pikkarðu aftur á

Í lagi til að loka

kynningarskjámyndinni.

5

Bættu við skilyrðum sem þú vilt að ráði ræsingu viðburðarins. Skilyrði gæti verið

tenging við aukabúnað, tiltekið tímamillibil eða hvort tveggja.

6

Pikkaðu á til að halda áfram.

7

Bættu við upplýsingum um hvað þú vilt að gerist þegar aukabúnaður er tengdur

og stilltu aðrar stillingar.

8

Pikkaðu á til að halda áfram.

9

Gefðu viðburðinum heiti og pikkaðu svo á

Ljúka.

Til að bæta við Bluetooth® aukabúnaði þarftu fyrst að para hann við tækið.

Smart Connect™ viðburði breytt

1

Ræstu Smart Connect™ forritið.

2

Pikkaðu á viðburð á

Viðburðir flipanum.

3

Dragðu sleðann til hægri til að kveikja á viðburðinum ef búið er að slökkva á

honum.

4

Pikkaðu á

Breyta viðburði og breyttu svo stillingunum að vild.

Viðburði eytt

1

Ræstu Smart Connect™ forritið.

2

Á flipanum

Viðburðir ýtirðu og heldur inni viðburðinum sem þú vilt eyða og pikkar

svo á

Eyða atviki.

3

Pikkaðu á

Eyða til að staðfesta.

Einnig er hægt að opna viðburðinn sem á að eyða og pikka svo á >

Eyða atviki > Eyða.

Smart Connect™ stillt á að lesa upphátt textaskilaboð sem berast

1

Ræstu Smart Connect™ forritið.

2

Pikkaðu á og svo á

Stillingar.

3

Merktu við gátreitinn við hliðina

Talgervill, og staðfestu svo ræsingu ef þörf krefur.

Ef kveikt er á þessari virkni verða öll móttekin skilaboð lesin upphátt. Til að tryggja

persónuvernd þína gætirðu þurft að slökkva á þessari virkni ef þú ert að nota tæki á

almenningsstað eða í vinnunni, svo dæmi sé tekið.

Umsjón með aukabúnaði

Notaðu forritið Smart Connect™ til að hafa umsjón með fjölda snjallbúnaðar sem þú

getur tengt við tækið, þar á meðal Xperia™ SmartTags, SmartWatch series úr eða

þráðlaus höfuðtól frá Sony. Smart Connect™ sækir allar nauðsynlegar uppfærslur og

finnur forrit frá þriðja aðila þegar þau eru tiltæk.. Hægt er að sjá aukabúnað sem hefur

tengst á lista þar sem þú getur fengið frekari upplýsingar um eiginleika hvers

aukabúnaðar.

Pörun og tenging aukahlutar

1

Ræstu Smart Connect™ forritið. Ef þú ert að opna Smart Connect™ í fyrsta skipti

skaltu pikka á

Í lagi til að loka kynningarskjámyndinni.

2

Pikkaðu á

Aukabúnaður og svo á .

3

Kveiktu á Bluetooth® ef ekki er þegar kveikt á því og pikkaðu svo á heiti

aukahlutarins sem þú vilt para við og tengjast.

4

Sláðu inn eða staðfestu lykilorð, ef þess er krafist, í tækinu og aukahlutnum.

128

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Stillingar stilltar fyrir tengdan aukahlut

1

Paraðu og tengdu aukahlutinn við tækið þitt.

2

Ræstu Smart Connect™ forritið.

3

Pikkaðu á

Aukabúnaður og pikkaðu síðan á nafnið á tengda aukahlutinum.

4

Breyttu viðeigandi stillingum.